Products

Revolut <18 Reikningsskilmálar

Þessir skilmálar Revolut <18 gilda frá og með 30 ágúst 2023. Smelltu hér til að sjá fyrri skilmála sem gilda til 30 ágúst 2023.

1. Hvers vegna þessar upplýsingar eru mikilvægar

Í þessu skjali koma fram skilmálar fyrir notkun Revolut <18 og önnur mikilvæg atriði sem þú þarft að vita. Þetta skjal köllum við skilmála Revolut <18.


Til þess að setja upp Revolut <18 þarf Revolut-notandareikning. Þessir skilmálar Revolut <18 gilda til viðbótar við persónulegu skilmálana þegar þú velur að nota Revolut <18, en persónulegu skilmálarnir gilda líka áfram. Ef ósamræmi er á milli persónulegu skilmálanna og þessara skilmála Revolut <18 gilda þessir skilmálar Revolut <18.


Ef þú velur að nota Revolut <18 verða þessir skilmálar Revolut <18 hluti af lagalegum samningi milli þín (reikningseiganda) og okkar (Revolut Bank UAB). Ekki er fyrir hendi neinn lagalegur samningur á milli okkar og neinna notenda Revolut <18 sem þú heimilar afnot af Revolut <18-reikningnum þínum.


Í þessum skilmálum Revolut <18:

  • Með „aðalforeldri“ er átt við Revolut-reikningseigandann sem stofnaði Revolut <18-reikninginn í upphafi.
  • Með „meðforeldri“ er átt við Revolut-reikningseiganda sem aðalforeldrið hefur veitt takmarkaðan aðgang að Revolut <18-reikningnum.
  • Með „notanda Revolut <18“ er átt við hvern einstakling sem hefur fengið leyfi aðalforeldris til að nota Revolut <18-reikninginn.


Ef aðalforeldrið bætir ekki við meðforeldri gilda ekki skilmálar sem eiga bara við um meðforeldri.


Þegar sömu skilmálar gilda um bæði aðal- og meðforeldri notum við bara ávarpið „þú“. Þegar skilmálar eiga við um aðalforeldra en ekki meðforeldra, eða öfugt, tilgreinum við hver „þú“ ert í hverju tilfelli.


Þegar talað er um „Revolut-forritið“ í þessum skilmálum Revolut <18 er átt við Revolut-forritið sem aðalforeldrið notar til að fá aðgang að notandareikningi sínum. Með „Revolut <18-forritinu“ er átt við forritið sem notendur Revolut <18 nota til að fá aðgang að Revolut <18-reikningi aðalforeldris. Þetta eru tvö ólík forrit. Þú getur ekki opnað Revolut <18-forritið og notendur Revolut <18 geta ekki opnað Revolut-forritið.


Alltaf er hægt að biðja um afrit af þessum skilmálum Revolut <18 í Revolut-forritinu.

2. Hvað er Revolut <18?

Revolut <18 er hannað fyrir foreldra sem vilja að börn sín öðlist færni í fjármálum og læri að umgangast peninga. Ef þú notar Revolut <18 í einhverjum öðrum tilgangi kanntu að brjóta gegn skilmálum Revolut <18.


Revolut <18-reikningur er undirreikningur Revolut-notandareiknings aðalforeldris sem aðalforeldrið leyfir notanda Revolut <18 að nota. Þar sem þetta er undirreikningur fyrir notandareikning aðalforeldris ber aðalforeldrið ábyrgð á öllu sem notandi Revolut <18 gerir, líkt og ef um þess eigin reikning væri að ræða.


Notandi Revolut <18 getur skoðað allar færslur sem gerðar eru á Revolut <18-reikningnum í gegnum Revolut <18-forritið.


Notandi Revolut <18 fær einnig útgefið kort tengt við reikninginn sem hann getur notað til að versla og taka út reiðufé. Einnig kann að vera hægt að skrá kortið í Apple Pay eða Google Pay (háð skilmálum og skilyrðum Apple Pay eða Google Pay).


Notendur Revolut <18 (sem hafa náð lágmarksaldri og háð samþykki aðalforeldris) geta einnig millifært til annarra notenda Revolut <18 (sem hafa náð lágmarksaldri) í gegnum Revolut <18-forritið („Revolut <18-greiðslur“).


Notendur Revolut <18 geta ekki framkvæmt annars konar millifærslur í Revolut <18-forritinu.


Aðalforeldrið getur lagt peninga inn á Revolut <18reikninginn (og tekið út af honum) og fylgst með hvernig notandi Revolut <18 eyðir peningunum í gegnum Revolut-forritið. Meðforeldrið getur lagt peninga inn á Revolut <18-reikninginn og fylgst með hvernig notandi Revolut <18 eyðir peningunum. Meðforeldrið getur þó ekki tekið út peninga þegar þeir hafa verið lagðir inn á Revolut <18-reikninginn. Aðalforeldrið getur tekið út alla peninga sem það hefur lagt inn á Revolut <18-reikninginn.


Aðal- eða meðforeldri getur einnig stjórnað því hvernig notendur Revolut <18 geta notað kortið sitt.


Aðeins er hægt að nota Revolut <18-reikning og -kort til að eyða peningunum sem þú, hvort sem þú ert aðalforeldri eða (ef við á) meðforeldri eða annar notandi Revolut <18 (ef notandi Revolut <18 á þínum vegum uppfyllir skilyrði fyrir Revolut <18-greiðslum), hefur lagt inn á Revolut <18-reikninginn. Ef notandi Revolut <18 á þínum vegum gerir tilraun til að inna af hendi færslu með því að nota Revolut <18-kortið þitt og það er ekki næg innstæða á Revolut <18-reikningnum verður færslunni hafnað, jafnvel þótt það sé næg innstæða á Revolut-notandareikningnum þínum (hvort sem þú ert aðalforeldri eða meðforeldri).


Revolut <18-greiðslur

Í sumum löndum er lágmarksaldur fyrir greiðslur með Revolut <18. Það getur þýtt að þótt notandi Revolut <18 sé yfir lágmarksaldri til að nota Revolut <18-forritið getur hann ef til vill ekki notað Revolut <18-greiðslur. Lágmarksaldur fyrir Revolut <18-greiðslur er breytilegur eftir búsetulandi þínu. Skoðaðu algengar spurningar til að fá upplýsingar um lágmarksaldur fyrir Revolut <18-greiðslur í þínu landi.


Til að inna af hendi og taka á móti Revolut <18-greiðslum þurfa báðir notendur Revolut <18 að hafa náð lágmarksaldri í viðkomandi löndum. Ef notandi Revolut <18 óskar eftir að framkvæma Revolut <18-greiðslu er fyrsta greiðslan háð samþykki aðalforeldris. Með því að samþykkja fyrstu greiðslu til hins notanda Revolut <18 samþykkir aðalforeldrið einnig allar síðari greiðslur sem notandi Revolut <18 sendir til sama notanda Revolut <18. Þetta þýðir að ef aðalforeldri hafnar fyrstu Revolut <18-greiðslunni til annars notanda Revolut <18 verða síðari Revolut <18-greiðslur til sama notanda Revolut <18 ekki leyfðar (fyrr en aðalforeldri hefur veitt samþykki sitt).


Notendur Revolut <18 geta aðeins innt af hendi eða tekið á móti Revolut <18-greiðslum ef gjaldmiðill notandareiknings aðalforeldris fyrir báða notendur Revolut <18 er sá sami.


3. Hver geta notað Revolut <18-reikning?

Aðalforeldri getur stofnað Revolut <18-reikning hvenær sem er í Revolut-forritinu. Þegar þú gerir það verður þú að tilnefna þann notanda Revolut <18 sem þú veitir aðgang að reikningnum. Ef um það er beðið verðurðu einnig að láta okkur í té þær upplýsingar sem við þurfum til að staðfesta auðkenni notanda Revolut <18. Þú getur aðeins veitt einstaklingi aðgang sem notanda Revolut <18 ef hann er á aldrinum 6 til 17 ára og þú ert forráðamaður hans eða berð á annan hátt lagalega ábyrgð á honum.


Þú getur stofnað fleiri en einn Revolut <18-reikning, að hámarki fimm, allt eftir áskrift þinni. Hins vegar getur hver Revolut <18-reikningur aðeins haft einn notanda Revolut <18 tengdan við hann og ekki er hægt að breyta notanda Revolut <18 sem þú tilnefnir til að hafa aðgang að reikningnum.


Eins og áður hefur verið nefnt getur aðalforeldri einnig tilnefnt meðforeldri til að hafa aðgang að Revolut <18-reikningnum. Ekki geta fleiri en eitt meðforeldri verið tengd við hvern Revolut <18-reikning. Aðalforeldrið getur fjarlægt meðforeldrið hvenær sem er og getur skipt út meðforeldrinu sem fylgir tilteknum Revolut <18-reikningi allt að þrisvar sinnum á einu ári.


Ef þú, sem aðalforeldri, átt fleiri en einn Revolut <18-reikning getur þú tilnefnt mismunandi meðforeldra fyrir þessa reikninga. Meðforeldri getur að hámarki tengst fimm Revolut <18-reikningum (hvort sem er sem aðal- eða meðforeldri).

4. Hver er löglegur eigandi Revolut <18-reiknings og -korts?

Þessi kafli gildir aðeins um aðalforeldra.


Þar sem Revolut <18-reikningur er undirreikningur fyrir Revolut-notandareikning aðalforeldris er aðalforeldrið löglegur eigandi hans. Þú, sem aðalforeldri, berð ábyrgð á öllu sem notandi Revolut <18 gerir þar sem notkun hans á Revolut <18-reikningnum jafngildir þinni eigin notkun.


Þetta á líka við um öll Revolut <18-kort. Öll kort sem gefin eru út fyrir Revolut <18-reikninginn þinn eru gefin út til þín sem aðalforeldris og þú veitir notanda Revolut <18 leyfi til að nota þau fyrir þína hönd. Þú, sem aðalforeldri, berð ábyrgð á þeim og allri notkun notanda Revolut <18 á þeim, líkt og um þína eigin notkun væri að ræða.


Þetta á líka við um allar Revolut <18-greiðslur. Litið er á hverja Revolut <18-greiðslu sem notandi Revolut <18 stofnar til sem greiðslufyrirmæli frá þér.


Þó að við veitum þér, sem aðalforeldri, verkfæri til að aðstoða þig við að hafa stjórn á notkun notanda Revolut <18 á Revolut <18-reikningnum og -kortinu (til dæmis að koma í veg fyrir hraðbankaúttektir eða kaup á netinu og með því að leggja inn við eða fjarlægja peninga) berð þú alltaf ábyrgð á notkuninni.


Aðeins þú, sem aðalforeldri, og við (Revolut Bank UAB) höfum réttindi samkvæmt þessum skilmálum Revolut <18. Notendur Revolut <18 hafa ekki slík réttindi. Þessi samningur er aðeins fyrir þig og þú getur ekki framselt réttindi þín eða skyldur samkvæmt honum til annarra.

5. Hver er ábyrgð mín?

Þessi kafli gildir aðeins um aðalforeldra.


Sem löglegur eigandi Revolut <18-reikningsins þíns berð þú, sem aðalforeldri, ábyrgð á honum og öllum aðgerðum notanda Revolut <18 á honum. Við tökum enga ábyrgð á því hvernig eða hvar Revolut <18-kortið er notað af notanda Revolut <18 á þínum vegum né nokkrum Revolut <18-greiðslum. Þú berð einnig ábyrgð á:

  • að útskýra fyrir notanda Revolut <18 hvernig eigi að nota Revolut <18-reikninginn og -kortið í samræmi við þessa skilmála Revolut <18 (og gera það áður en notkun hefst).
  • að ganga úr skugga um að notkun notanda Revolut <18 á Revolut <18-reikningnum þínum (til dæmis því hvað viðkomandi kaupir) sé viðunandi fyrir þig.
  • að ganga úr skugga um að þú hafir samþykkt notkun notanda Revolut <18 á Revolut <18-greiðslueiginleikanum (ef við á) með því að samþykkja fyrstu og allar síðari millifærslur til hins notanda Revolut <18.
  • að tryggja að fjárhæðin á Revolut <18-reikningnum sé nægileg (en ekki óhófleg) fyrir notanda Revolut <18 og í samræmi við hámörk á Revolut <18-reikningnum þínum.
  • að gæta Revolut <18-kortanna, PIN-númera þeirra og annarra upplýsinga og frysta þau og tilkynna til okkar ef þau glatast eða þeim er stolið.
  • að hafa samband við okkur til að leysa úr vandamálum eða spyrja spurninga um reikninginn (ekki er boðið upp á aðstoð við viðskiptavini í Revolut <18-forritinu).


Mundu að sem aðalforeldri gilda reglur um aðgang, millifærslu og móttöku peninga og móttöku peninga og kortanotkun sem koma fram í persónulegu skilmálunum einnig um Revolut <18-reikninginn þinn þar sem hann er undirreikningur Revolut-notandareikningsins þíns. Þetta þýðir að þú berð einnig ábyrgð á því að tryggja að notkun þín og notanda Revolut <18 á Revolut <18-reikningnum samræmist þessum persónulegu skilmálum. Ef þú hefur tilnefnt meðforeldri berð þú einnig ábyrgð á því að tryggja að notkun þess á Revolut <18-reikningnum samræmist persónulegu skilmálunum.

6. Hver geta notað Revolut <18-kort og til hvers?

Aðalforeldri getur pantað eitt Revolut <18-kort fyrir hvern Revolut <18-reikning. Aðeins notandi Revolut <18 sem þú hefur tilnefnt til þess að hafa aðgang að reikningnum má nota þetta kort. Meðforeldrið getur ekki pantað nein Revolut <18-kort.


Revolut <18-kortið er hægt að nota eins og öll önnur kort (fyrir Revolut-notandareikninginn þinn) til að versla á netinu eða í eigin persónu og taka peninga út úr hraðbanka. Þú getur kveikt og slökkt á þessum eiginleikum í Revolut-forritinu, hvort sem þú ert aðal- eða meðforeldri.


Revolut <18-kortið kann einnig að uppfylla skilyrði fyrir skráningu í Apple eða Google Pay (með fyrirvara um skilyrði Apple Pay eða Google Pay fyrir skráningu). Þetta þýðir að notandi Revolut <18 getur mögulega notað kortið í gegnum Apple- eða Android-tæki sitt auk þess að nota kortið sjálft. Hafðu þetta í huga ef þú vilt gera Revolut <18-kortið upptækt einhverra hluta vegna. Við mælum með því að þú frystir kortið í Revolut-forritinu ef þú vilt koma í veg fyrir að notandi Revolut <18 noti það.


Til að gera Revolut <18-kortið eins öruggt og hægt er lokum við á flokka söluaðila sem við teljum ekki henta aldri notenda Revolut <18. Þar á meðal eru söluaðilar sem selja aðeins áfengi, sígarettur og fjárhættuspilavörur. Í þessu skyni reiðum við okkur á skráða tegund viðskipta söluaðilans (einnig nefnt „MCC-kóði“), ekki raunverulegar upplýsingar um kaup með Revolut <18-korti. Þetta þýðir að ekki er til dæmis bannað að nota Revolut <18-kort til að kaupa áfengi í stórmarkaði (vegna þess að flokkurinn „stórmarkaður“ er ekki bannaður) eða hjá söluaðila með ranga skráningu á tegund viðskipta. Við könnum ekki MCC-kóða til að loka á tiltekna flokka söluaðila nema þegar tilteknar færslur eru afgreiddar. Ef við lokum á söluaðila geturðu ekki opnað á hann aftur.

7. Get ég notað Revolut <18 í fleiri en einum gjaldmiðli?

Aðalforeldrar geta aðeins opnað Revolut <18-reikninga í grunngjaldmiðlinum fyrir Revolut-notandareikning aðalforeldris. Þetta er yfirleitt gjaldmiðill landsins þar sem heimilisfang Revolut-notandareiknings aðalforeldrisins er. Aðalforeldrið getur aðeins millifært peninga á Revolut <18-reikninga í þessum gjaldmiðli. Meðforeldrið getur einnig aðeins millifært peninga á Revolut <18-reikninginn í gjaldmiðli notandareiknings aðalforeldris.


Notandi Revolut <18 getur aðeins innt af hendi eða tekið á móti Revolut <18-greiðslum í gjaldmiðli Revolut-notandareiknings aðalforeldrisins og aðeins ef gjaldmiðill notandareiknings aðalforeldris fyrir báða notendur Revolut <18 er sá sami.


Ef þú eða notandi Revolut <18 notar Revolut <18-kort til að inna af hendi kaup í öðrum gjaldmiðli en grunngjaldmiðli þínum (sem aðalforeldri) umreiknum við gjaldmiðilinn á sama hátt og við myndum gera fyrir færslu á Revolut-notandareikningi þínum.

8. Gilda einhver gjöld eða takmarkanir um Revolut <18-reikninginn?

Það er ókeypis að stofna Revolut <18-reikning.


Fyrir notkun þín á Revolut <18-reikningnum eru innheimt sömu gjöld og fyrir Revolut-notandareikninginn, með eftirfarandi undantekningum:

  • Ef aðalforeldri pantar Revolut <18-kort gilda hefðbundin afhendingargjöld fyrir Revolut-notandareikning (sjá Afhendingargjald fyrir Revolut-kort).
  • Ef aðalforeldrið vill hanna og panta sérsniðið kort („sérsniðið Revolut <18-kort“) látum við þig vita hvaða gjald á við áður en þú pantar kortið í Revolut-forritinu. Gjald fyrir sérsniðið kort er aðeins innheimt fyrir staðlaða áskrift og við birtum þér gjaldið áður en þú pantar kortið í Revolut-forritinu. Afhendingargjöld kunna einnig að vera innheimt eftir því hvaða áskrift þú ert með:
  • Ef þú ert með staðlaða áskrift er afhendingargjald innheimt og við birtum þér gjaldið áður en þú pantar sérsniðna Revolut <18-kortið í Revolut-forritinu.
  • Ef þú ert í Plus-áskrift er hefðbundin afhending á sérsniðnu Revolut <18-korti þér að kostnaðarlausu en þú þarft að greiða gjald fyrir að senda sérsniðið Revolut <18-kort með hraðsendingu (við gefum þér upp gjaldið í Revolut-forritinu).
  • Ef þú ert með Ultra, Metal- eða Premium-áskrift er hefðbundin afhending og hraðsending á sérsniðnu Revolut <18-korti þér að kostnaðarlausu.


Ef þú þarft að skipta út sérsniðnu Revolut <18-korti gilda sömu gjöld. Sérsniðin Revolut <18-kort eru í boði fyrir allar áskriftir en með fyrirvara um að kortið sé til á lager.


  • Fjárhæð gjaldfrjálsra hraðbankaúttekta áður en gjald er innheimt er lægri. Hraðbankaúttektir fyrir hvert Revolut <18-kort eru ókeypis fyrir allt að 40 EUR mánaðarlega. Eftir það leggst 2% gjald á.
  • Fjárhæð leyfilegs erlends gjaldeyris áður en hátíðnigjald er innheimt er lægri. Hátíðnigjald er lagt á öll gjaldeyrisviðskipti yfir 300 EUR fyrir hvern Revolut <18-reikning mánaðarlega.


Notkun á Revolut <18-reikningnum er jafnframt háð eftirfarandi takmörkunum, ólíkt notkun þinni á Revolut-notandareikningnum. Þessi mörk gilda um hvern Revolut <18-reikning fyrir sig, ekki um alla Revolut <18-reikningana þína ef þú ert með fleiri en einn:

  • Aðeins er hægt að millifæra 7200 EUR á Revolut <18-reikning á einu ári og aðeins er hægt að hafa 6000 EUR inni á reikningnum hverju sinni.
  • Aðeins er hægt að taka út 120 EUR í hraðbanka á dag. Einnig er aðeins hægt að taka þrisvar sinnum út úr hraðbanka á hverjum degi og alls sex sinnum á viku.
  • Aðeins er hægt að eyða 1200 EUR á dag með Revolut <18-korti og aðeins er hægt að framkvæma 15 færslur á hverjum degi.


Aðrar viðeigandi takmarkanir eru birtar í Revolut-forritinu.

9. Hvað gerist ef staða Revolut <18-reikningsins er neikvæð?

Rétt eins og Revolut-notandareikningurinn þinn er Revolut <18-reikningurinn ekki hannaður til þess að hafa neikvæða reikningsstöðu. Þetta getur hins vegar gerst (til dæmis vegna þess að ekki eru til nægir peningar fyrir gjöldum til okkar eða vegna færslu utan nets).


Ef það gerist höfum við samband við þig (ef þú ert aðalforeldrið) til að leiðrétta neikvæðu stöðuna. Ef þú, sem aðalforeldri, gerir það ekki millifærum við upphæð neikvæðu stöðunnar af Revolut-notandareikningnum þínum yfir á Revolut <18-reikninginn þinn. Ef það leiðir til neikvæðrar stöðu á Revolut-notandareikningnum þínum gilda persónulegu skilmálarnir okkar á hefðbundinn hátt.

10. Hvernig er hægt að loka eða afturkalla Revolut <18-kort eða reikning?

Aðalforeldri getur stöðvað notkun á Revolut <18-reikningi hvenær sem er með því að:

● Frysta eða loka Revolut <18-kortinu í Revolut-forritinu.

● Taka út innstæðuna að hluta eða í heild og millifæra á Revolut-notandareikning aðalforeldris.


Aðalforeldri getur einnig lokað Revolut <18-reikningi til frambúðar. Þetta er gert með Revolut <18-stillingunum í Revolut-forritinu eða með því að hafa samband við þjónustuverið. Við lokun verða eftirstandandi fjármunir á Revolut <18-reikningnum lagðir inn á notandareikning aðalforeldris og viðkomandi Revolut <18-korti lokað. Mundu að reglur um lokun aðgangs í persónulegu skilmálunum okkar eiga einnig við um Revolut <18-reikninginn þinn.


Hvað gerist þegar notandi Revolut <18 verður 18 ára?

Þegar Revolut <18-notandi verður 18 ára getur hann haldið áfram að nota Revolut <18-reikninginn þangað til hann verður 19 ára eða þegar kortið rennur út, hvort sem gerist á undan. Við munum ekki gefa út nýtt kort til Revolut <18-notanda sem er eldri en 18 ára.


Þegar Revolut <18-notandi verður 18 ára getur hann skráð sig fyrir persónulegum Revolut-reikning. Þeir geta valið að skrá sig í Revolut með því að hlaða niður Revolut-appinu eða með því að fylgja reikningsflutningsskrefunum sem sett eru fram í Revolut <18-appinu. Ef þeir velja reikningsflutningsferlið munu þeir geta flutt allar eftirstöðvar og markmið af Revolut <18-reikningnum sínum yfir á nýja Revolut-reikninginn sinn.


Ef þú vilt af einhverjum ástæðum að Revolut <18-notandi flytji ekki úr Revolut <18-reikningnum yfir á Revolut-reikninginn, getur aðalforeldri lokað Revolut <18-reikningnum áður en flutningsferlið er hafið. Þegar reikningnum er lokað verða allir peningar sem eftir eru á Revolut <18-reikningnum millifærðir á persónulega reikninginn þinn (ef þú ert aðalforeldri).


Þegar flutningsferlið er hafið mun Revolut <18-notandinn geta millifært það sem eftir er af Revolut <18-reikningnum yfir á nýja Revolut-reikninginn sinn. Ef þú vilt frekar að þeir flytji ekki Revolut <18-reikninginn yfir á nýja Revolut-reikninginn sinn, getur aðalforeldri tekið út það sem eftir er af Revolut <18-reikningnum yfir á eigin Revolut persónulega reikning áður en Revolut <18-notandinn byrjar flutning reikningsins ferli.


Ef þú, sem aðalforeldri, lokar ekki Revolut <18-reikningnum eða tekur það sem eftir er af Revolut <18-reikningnum þegar Revolut <18-notandinn byrjar flutninginn, telst þú hafa heimilað flutning reikningsins eða flutning sem þeir völdu að gera.


Þegar reikningsflutningnum er lokið munum við sjálfkrafa loka Revolut <18-reikningnum og hætta við tengda Revolut <18-kortið.


Ef Revolut <18-notandinn ákveður að flytja ekki Revolut <18-reikninginn yfir á Revolut-reikninginn, verður Revolut <18-reikningnum sjálfkrafa sagt upp á 19 ára afmælisdegi Revolut <18-notandans.


Hvað gerist ef foreldri lokar Revolut-notandareikningi sínum?

Þar sem Revolut <18-reikningur er undirreikningur fyrir Revolut-notandareikning aðalforeldris þýðir það að sé notandareikningi aðalforeldris lokað er Revolut <18-reikningnum einnig lokað. Ef meðforeldri lokar Revolut-notandareikningi sínum verður Revolut <18-reikningurinn áfram opinn.

11. Hvað gerist ef ég flyt í annað land?

Hafðu samband við okkur ef þú ert aðalforeldri og hyggst flytjast búferlum í annað land. Þú gætir þurft að veita okkur upplýsingar sem við þurfum til að ákvarða hvort við getum haldið áfram að bjóða þér Revolut <18 í viðkomandi landi. Ef við getum það ekki gæti þurft að loka Revolut <18-reikningnum. Athugaðu einnig að mismunandi gjöld kunna að eiga við um Revolut <18-reikninginn í nýja landinu.

12. Persónulegar upplýsingar

Til að veita þjónustu samkvæmt samningnum þurfum við að safna upplýsingum um Revolut <18-notendur. Samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga erum við það sem kallast „ábyrgðaraðili Revolut <18-notenda“ varðandi persónuupllýsingar. Fyrir frekari upplýsingar um hvernig við notum persónuleg gögn fyrir Revolut-appið, vinsamlegast skoðaðu persónuverndartilkynningu okkar.


Við höfum einnig sérstaka persónuverndartilkynningu fyrir Revolut <18-notendur sem þú, sem aðalforeldri, ættir að biðja Revolut <18-notanda þinn um að lesa og, ef nauðsyn krefur, hjálpa þeim að skilja. Þessi persónuverndartilkynning er gerð aðgengileg aðalforeldrum og Revolut <18-notendum meðan á stofnun hvers Revolut <18-reiknings stendur. Það er einnig í boði fyrir Revolut <18-notendur í gegnum Revolut <18-appið og vefsíðu Revolut (www.revolut.com).


Þar sem gagnaverndarlög leyfa, munum við biðja eldri Revolut <18-notendur að veita Revolut takmarkaðar persónuupplýsingar. Hins vegar verða aðalforeldrar að staðfesta þessar persónuupplýsingar. Fyrir alla aðra Revolut <18-notendur verða aðalforeldrar að leggja fram nauðsynlegar persónuupplýsingar til að auðvelda uppsetningu og rekstur Revolut <18-reiknings.


Með því að ganga inn í þessa Revolut <18 skilmála skilur þú, sem aðalforeldri, að Revolut mun safna, vinna úr og geyma persónuupplýsingar Revolut <18-notandans þíns til að veita þér og þeim umbeðna þjónustu. Þetta hefur ekki áhrif á nein réttindi og skyldur sem þú, Revolut <18-notandi, eða við höfum samkvæmt persónuverndarlögum.


Þú getur beint Revolut til að loka Revolut <18-reikningi sem þú ert aðalforeldri fyrir. Þetta mun ekki hafa áhrif á persónulega skilmála fyrir Revolut persónulega reikninginn þinn sem verða áfram í gildi. Þegar þú lokar Revolut <18-reikningi munum við hætta að nota persónuleg gögn Revolut <18-notandans þíns til að veita þeim Revolut <18-reikning. Hins vegar gætum við þurft að varðveita persónuupplýsingar þeirra eftir að Revolut <18-reikningi er lokað samkvæmt viðeigandi lögum og reglugerðum. Sjá kafla 10 fyrir frekari upplýsingar um hvernig þú getur lokað Revolut <18-reikningi.

13. Allt annað

Mundu að nema annað sé sérstaklega tekið fram í þessum skilmálum Revolut <18 eiga persónulegu skilmálarnir okkar við um notkun þína á Revolut <18-reikningnum og -kortinu. Það þýðir að öll réttindi sem þú og við höfum samkvæmt persónulegu skilmálunum okkar gilda einnig um notkun þína á Revolut <18-reikningnum og -kortinu. Af þessum sökum ættirðu að lesa þessa skilmála Revolut <18 og persónulegu skilmálana okkar saman.