Terms & Policies

Revolut <18 Persónuverndartilkynning

Ræðum um gögnin þín!

Við erum Revolut Bank UAB og heimilisfangið okkar er Konstitucijos ave. 21B, Vilnius, LT - 08130, Lýðveldið Litháen, skráningarnúmer 304580906, FI númer 70700. Við erum í forsvari fyrir Revolut <18 í EES löndum.

Revolut <18 er frábær leið til að borga fyrir hluti og læra um notkun peninga.

Foreldri þitt, eða forráðamaður sem annast þig, opnaði eða samþykkti Revolut <18-reikning fyrir þig. Foreldri þitt eða forráðamaður getur bætt við annarri manneskju sem „meðforeldri“ á Revolut <18-reikninginn þinn. Meðforeldri þitt getur verið hitt foreldrið, annar forráðamaður, fjölskyldumeðlimur eða fjölskylduvinur. Þó að meðforeldrar geti hjálpað þér með Revolut <18-reikninginn þinn, þá er mikilvægt að muna að foreldri eða forráðamaður ber ábyrgð á Revolut <18-reikningnum þínum.

Fljótlega munt þú fá Revolut <18-kortið þitt þegar Revolut-reikningurinn þinn hefur verið opnaður eða samþykktur af foreldri eða forráðamanni. Foreldri þitt, forráðamaður eða meðforeldri (ef til staðar) munu hafa lagt peninga inn á kortið þitt svo þú getir notað það til að borga fyrir hluti.

Áður en þú byrjar að nota Revolut <18-reikninginn þinn þurfum við að ræða um hvernig við notum upplýsingar um þig (gögnin þín).

Hvað fellur undir „gögnin“ þín?

Gögn eru upplýsingar sem við höfum um þig. Þær fela í sér upplýsingar eins og nafnið þitt, fæðingardag, hvernig sá sem opnaði reikninginn þinn þekkir þig (hvort sem það er mamma þín, pabbi eða forráðamaður) og netfangið þitt og símanúmer. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvað gögnin þín eru. Það eru margar aðrar tegundir gagna sem við notum ekki.

Þegar þú notar reikninginn þinn fáum við frekari upplýsingar um þig. Hér eru nokkur dæmi.

● Þegar þú notar kortið þitt til að borga fyrir hluti söfnum við upplýsingum sem eru meðal annars dagsetning, hvar þú ert og upphæðin sem þú greiðir.

● Við notum „vafrakökur“ til að fá skilning á því hvernig fólk notar vefsíðuna okkar. Við skoðum líka hvernig Revolut <18 notendur eins og þú nota appið okkar. Okkur viljum vita hverjir nota vefsíðuna okkar og hvernig við getum bætt hana.

Stundum óskum við eftir því að foreldrar eða forráðamaður leggi fram skjöl svo við getum verið viss um hver þú ert. Þetta gæti verið vegabréf, skilríki eða fæðingarvottorð. Við munum einnig hafa hvers kyns aðrar upplýsingar sem þú eða þeir ákveða að láta okkur í té, svo sem myndina þína.

Ef þú ert með einhverjar spurningar um hvernig við notum gögnin þín geturðu sent okkur tölvupóst á [email protected]. Ef þú ert með einhverjar aðrar spurningar ættu foreldrar þínir eða forráðamenn að hafa samband við okkur.

Þegar þú sendir okkur tölvupóst, munum við spyrja þig nokkurra spurninga svo við getum gengið úr skugga um að það sért þú sem ert að senda póstinn en ekki einhver annar.

Þú ættir alltaf að gæta varkárni varðandi það sem þú skrifar í tölvupósti. Ekki segja okkur meira en þú þarft að gefa upp eða afhenda okkur upplýsingar sem einhver annar gæti notað á slæman hátt. Ef það er eitthvað sem við þurfum frá þér, munum við biðja þig um það.

Þú getur treyst okkur til að hugsa vel um gögnin þín. Í gildi eru lög sem tryggja að við verndum þau og okkur er óheimilt að nota þau í nokkkrum tilgangi sem væri slæmur fyrir þig.

Hvers vegna það er svo mikilvægt að vernda gögnin þín

Foreldri þitt eða forráðamaður opnaði eða samþykkti Revolut <18-reikninginn fyrir þig og þeir, ásamt meðforeldri þínu (ef til staðar) getur kannað hvernig þú notar reikninginn þinn, í hvað þú eyðir peningunum þínum og hversu mikið fé er á reikningnum þínum (svo þeir viti hvenær þarf að fylla á). Þetta þýðir að foreldri þitt eða forráðamaður og meðforeldri þitt (ef til staðar er) geta séð gögnin þín. Við getum líka séð gögnin þín vegna þess að við þurfum að nota þau til að starfrækja reikninginn þinn. Við viljum ekki að annað fólk eða fyrirtæki sjái gögnin þín ef þú vilt það ekki.

Ímyndaðu þér eitthvað sem skiptir þig miklu máli - kannski er það uppáhalds leikfangið þitt eða farsíminn þinn. Þú myndir ekki vilja að einhver notaði þau ef þú þeim gafst ekki leyfi fyrir því. Ef þú leyfir einhverjum að nota þau, þá viltu vita til hvers þau eru notuð, að viðkomandi hugsi vel um þau og muni tilkynna þér ef eitthvað kemur upp á. Þú myndir líka vilja að viðkomandi spyrði þig áður en einhverjum væri leyft að nota þau og skili þeim aftur til þín ef þú óskar þess. Meðferð okkar á gögnunum þínum tekur mið af því að þau séu þér mikilvæg.

Hvers vegna við getum notað gögnin þín

Mikið af lögum gilda um gögn. Samkvæmt þessum lögum er okkur aðeins heimilt að nota gögnin þín ef við höfum góða ástæðu fyrir því. Hér eru því ástæðurnar okkar fyrir því að nota gögnin þín.

● Við fáum hluta af gögnunum þínum þegar foreldri þitt eða forráðamaður opnaði Revolut <18-reikninginn fyrir þig. Þessi gögn eru m.a. hvenær þú halaðir niður Revolut <18-appinu og baðst foreldri þitt eða forráðamann um að virkja Revolut <18-reikninginn þinn. Við þurfum þessi gögn til að geta sett upp Revolut <18-reikninginn þinn.

● Við þurfum að nota gögnin þín til að heimila þér að nota reikninginn þinn. Við getum aðeins heimilað þér að nota reikninginn þinn ef við höfum gögnin þín.

● Lögin gera þá kröfu að við söfnum og geymum sum af gögnunum þínum.

● Við notum gögnin þín til að komast að því hvernig við getum gert Revolut <18 betra. Við gerum þetta aðeins ef það er sanngjarnt gagnvart þér og muni ekki valda þér vandræðum.

● Við bætum gögnunum þínum saman við gögn annarra notenda Revolut <18 til að fá betri skilning á því hvernig notkunin á Revolut <18 er. Þegar við gerum þetta eru gögnin skilgreind sem „nafnlaus“ gögn vegna þess að það er ekki mögulegt fyrir okkur að bera kennsl á þig eftir að við höfum sameinað gögnin þín við fullt af gögnum annarra.

Við munum gæta gagna þinna almennilega. Við munum alltaf láta þig vita ef við þurfum að nota gögnin þín af einhverjum öðrum ástæðum.

Það sem við notum gögnin þín í

Við notum gögnin þín svo við getum gert eftirfarandi.

● Gera þér kleift að nota kortið til að borga fyrir það sem þú kaupir.

● Gera þér kleift að senda peninga til, eða fá peninga frá, vinum þínum í gegnum Revolut <18 (en aðeins ef lög heimalands þíns segja að þú sért löglega nógu gamall til að gera þetta). Ef þú ert löglega nógu gamall muntu líka geta deilt tengiliðalistanum þínum með Revolut <18 svo þú getir fljótt fundið vini sem nota líka Revolut <18. Ef þú samþykkir þetta muntu líka geta fundið vini nálægt þér á Revolut <18. Þú getur valið að hætta að deila staðsetningu þinni eða að samstilla tengiliðalistann þinn hvenær sem er í gegnum Revolut <18-appið.

● Göngum úr skugga um að það sért þú sem notar reikninginn (við munum nota nafnið þitt, afmælisdag og stundum aðrar upplýsingar eins og vegabréfið þitt).

● Göngum úr skugga um að senda þér mikilvægar fréttir og aðrar upplýsingar sem þú þarft að vita af.

● Sendum þér upplýsingapakka til að bjóða þig velkominn/velkomna og ábendingar um hvernig þú getur notað reikninginn í sparnað.

● Sendum þér skilaboð með upplýsingum um vörur og eiginleika sem þú gætir haft áhuga á að nota en sem þú þarft ekki að nota ef þú vilt það ekki. Við munum aðeins senda skilaboð ef foreldri þitt eða forráðamaður - eða þú, ef þú ert nógu gamall/gömul - samþykkir. Foreldri þitt eða forráðamaður – eða þú, ef þú ert nógu gamall/gömul – getur uppfært þessa heimild hvenær sem er með því að nota Revolut eða Revolut <18 öppin. Skilaboð geta verið um eiginleika Revolut <18 eða um tilboð frá öðrum fyrirtækjum sem Revolut vinnur með. Foreldri þitt eða forráðamaður – eða þú, ef þú ert nógu gamall/gömul – getur samþykkt að fá hvora tegund skilaboða sem er. Revolut mun aldrei neyða þig til að fá þessi skilaboð. Það er alltaf þitt val (eða val foreldris eða forráðamanns ef þú ert of ung(ur) til að ákveða).

● Verndum reikninginn þinn (til dæmis með því að ganga úr skugga um að þú sért á sama stað og þar sem þú notar kortið þitt, eins og búið er að útskýra hér að framan).

● Svörum þér þegar þú, foreldri þitt eða forráðamaður hafið samband við okkur eða svörum hvers kyns spurningum frá þér. Bara svo þú vitir að meðforeldri þitt (ef til staðar er) getur ekki átt í samskiptum við okkur varðandi Revolut <18-reikninginn þinn.

● Kynnum okkur hvað þér líkar og líkar ekki við Revolut <18 svo við getum gert það betra fyrir þig.

● Skilja hvernig fólk notar Revolut <18 með því að bæta gögnunum þínum saman við gögn annarra notenda Revolut <18 . Þegar við gerum þetta getum við ekki borið kennsl á þig vegna þess að gögnum þínum hefur verið blandað saman við fullt af gögnum annarra. Þetta þýðir að gögnin eru „nafnlaus“. Til dæmis getum við komist að því hversu mikla vasapeninga Revolut <18 notendur almennt fá án þess að vita nákvæmlega hversu mikla vasapeninga þú færð.

● Göngum úr skugga um að við brjótum ekki lög. Til að gera þetta munum við deila upplýsingum með lögreglu eða öðrum mikilvægum aðilum þegar þess er þörf. Þá munu þeir aðilar rannsaka þegar eitthvað hefur farið úrskeiðis og ganga úr skugga um að við gerum allt rétt til að vernda þig.

Við gerum ekkert við gögnin þín sem við megum ekki gera

Við munum alltaf vera heiðarleg við þig um hvernig við notum gögnin þín. Við munum segja þér hvers vegna við notum þau. Til dæmis þurfum við nafnið þitt svo við getum prentað það á kortið þitt og við þurfum heimilisfangið þitt svo við getum sent þér kortið þitt.

Við vonum að þú skiljir núna hvað við gerum við gögnin þín. Ef við viljum einhvern tíma gera eitthvað nýtt við gögnin þín munum við spyrja foreldri þitt eða forráðamann hvort það sé í lagi. Bara svo þú vitir það, þá munum við aldrei spyrja meðforeldri þitt þessarar spurningar. Aðeins foreldri eða forráðamaður getur tekið ákvarðanir varðandi Revolut <18-reikninginn þinn. Við gætum spurt þig hvort það sé einnig í lagi, en það fer eftir því í hvaða landi þú býrð. Ef lögin kveða á um að þú getir tekið ákvarðanir án aðstoðar frá foreldri þínu eða forráðamanni, munum við bara spyrja þig hvort það sé í lagi.

Að deila gögnunum þínum

Við þurfum stundum að deila gögnum þínum með öðrum aðilum eða fyrirtækjum. Hér eru nokkur dæmi.

● Ef annað fyrirtæki kaupir fyrirtækið okkar munum við láta það hafa gögnin þín vegna þess að það fyrirtæki yrði sá aðili sem gerir þér kleift að nota reikninginn þinn. Ef þetta væri að fara að gerast myndum við segja þér það.

● Við deilum gögnum þínum með öðrum fyrirtækjum sem hjálpa okkur að starfrækja og leyfa þér að nota reikninginn þinn. Við vinnum aðeins með fyrirtækjum sem við treystum til að vernda gögnin þín. Til dæmis deilum við nafninu þínu með kortaframleiðanda okkar svo hægt sé að búa til Revolut-kortið þitt. Við munum deila heimilisfangi þínu með öðru fyrirtæki sem mun afhenda þér kortið þitt. Þessi fyrirtæki munu aðeins nota gögnin þín af þessum ástæðum.

● Við deilum gögnum þínum með aðilum sem aðstoða okkur við að reka fyrirtækið okkar (eins og lögfræðinga og endurskoðendur sem hjálpa okkur að ganga úr skugga um að við förum að lögum og gerum hlutina rétt).

● Við deilum gögnum þínum með opinberum aðilum sem fylgjast með starfsemi okkar til að ganga úr skugga um að við pössum almennilega upp á þig. Í gildi eru lög sem gera þá kröfu að við gerum þetta.

● Ef þú ert löglega nógu gamall muntu geta deilt Revolut <18-notendanafninu þínu með vinum þínum eða öðrum Revolut <18-notendum.

● Ef þú ert löglega nógu gamall muntu geta látið vini þína eða aðra Revolut <18-notendur vita ef þú ert í nágrenni við þá. Þú getur breytt þessu hvenær sem er í gegnum Revolut <18-appið.

● Ef vinur sendir þér boðskóða fyrir Revolut <18 munum við láta hann vita þegar Revolut <18-kortið þitt hefur verið pantað eftir að foreldri eða forráðamaður hefur staðfest umsókn þína um reikning.

Við deilum gögnum þínum aðeins með öðrum fyrirtækjum og fólki þegar við vitum að þau verndi gögnin á sama hátt og við gerum.

Þetta er eins og ef vinur þinn spyr þig hvort vinur hans geti notað uppáhalds leikfangið þitt eða farsímann þinn. Hann ætti ekki að leyfa vini sínum nota það ef hann treystir viðkomandi ekki.

Það er mikilvægt að þú vitir hvert við sendum gögnin þín. Við munum senda þau til aðila og fyrirtækja sem eru hér á landi eða í öðru landi innan Evrópu.

Stundum þurfum við að senda gögnin þín til landa utan Evrópu svo þú getir notað reikninginn þinn. Við munum alltaf láta þig vita þegar við þurfum að gera þetta. Við munum einnig ganga úr skugga um að gögnin þín séu vernduð á sama hátt og þau eru vernduð í Evrópu.

Við munum gæta öryggis gagna þinna og láta þig vita ef eitthvað fer úrskeiðis

Við munum passa upp á gögnin þín á sama hátt og mætti búast við af vini þínum þegar þú leyfir honum að nota eitthvað í þinni eigu.

Við grípum til ráðstafana til að koma í veg fyrir að annað fólk sjái gögnin þín án þíns leyfis. Við leggjum hart að okkur til að vernda gögnin þín. Það er eitt það mikilvægasta sem við gerum. Aðeins þú ættir að vita Revolut <18-lykilorðið þitt. Gakktu úr skugga um að enginn annar viti það. Gakktu úr skugga um að enginn sjái lykilorðið þitt þegar þú slærð það inn.

Við munum gera okkar besta til að vernda gögnin þín. Við munum alltaf gera það sem lögin segja að við eigum að gera til að varðveita gögnin þín. Því miður, jafnvel þegar við gerum okkar besta, geta upplýsingar á netinu aldrei verið fullkomlega öruggar. Við getum ekki lofað því að gögnin þín muni alltaf vera örugg. Ef einhver brýst inn á skrifstofu okkar, í tölvur okkar eða gagnagrunna og tekur gögnin þín, munum við láta þig eða foreldri eða forráðamann vita eins fljótt og auðið er. Við munum alltaf gera okkar besta til að aðstoða þig með hvers kyns vandamál.

Þekktu rétt þinn

Samkvæmt lögunum getur þú spurt okkur um ýmislegt varðandi gögnin þín.

Þú getur beðið um að sjá gögnin þín.

Þú getur beðið okkur um að leiðrétta gögnin þín. Ef þú telur að við höfum gert eitthvað vitlaust getum við bætt úr því.

Þú getur beðið okkur um að hætta að nota gögnin þín af tilteknum ástæðum eða „mótmælt“ því að við notum þau (sagt okkur að þú sért virkilega andvíg(ur) því). Jafnvel þó þú hafir sagt að það væri í lagi að við notuðum gögnin þín á ákveðinn hátt, skaltu láta okkur vita ef þú skiptir um skoðun. Við látum þig vita ef við getum hætt að nota þau. Við munum ganga úr skugga um að við tökum athugasemdir þínar til greina jafnvel þó að við getum ekki hætt að nota gögnin þín af þeirri ástæðu sem þú óskaðir eftir.

Þú getur beðið okkur um að eyðileggja gögnin þín. Við munum gera þetta svo lengi sem okkur er heimilt að gera það samkvæmt lögum.

Þú getur beðið um afrit af gögnunum þínum.

Þú getur beðið okkur um að hætta að nota tölvur til að taka ákvarðanir er varða þig. Stundum geta fyrirtæki notað tölvur til að taka sjálfvirkar ákvarðanir. Þú getur beðið okkur um að sjá til þess að manneskja sjái um að taka mikilvægar ákvarðanir um þig.

Ef þú biður okkur um að gera eitthvað sem leiði til þess að við þyrftum að hætta að leyfa þér að nota reikninginn þinn, munum við láta foreldri eða forráðamann vita. Við munum einnig láta foreldri eða forráðamann vita ef þú biður okkur um afrit af gögnunum þínum. Þetta er vegna þess að okkur er hugsanlega engin leið fær til að senda gögnin þín beint til þín. Bara svo að þú vitir, munum við aðeins hafa samband við foreldri þitt eða forráðamann og munum ekki hafa samband við meðforeldri þitt.

Það er mjög mikilvægt að þú getur beðið okkur um að gera það sem greint er frá hér að ofan, en stundum eru aðrir hlutir mikilvægari. Til dæmis, ef þú biður okkur um að eyða öllum gögnunum þínum, getum við ekki gert það umsvifalaust. Okkur er skylt að geyma tiltekin gögn þín í átta ár frá því þú biður okkur um að eyða þeim. Þetta er vegna þess að í gildi eru lög sem krefjast þess að við gerum það í þeim tilgangi að vernda öryggi þitt. Við munum alltaf útskýra fyrir þér ef eitthvað slíkt á sér stað. Við munum aldrei reyna að fela hvað við gerum við gögnin þín.

Hversu lengi getum við geymt gögnin þín

Við þurfum að geyma gögnin þín meðan þú ert með Revolut <18-reikning.

Við gætum þurft að geyma gögnin þín lengur ef lögin gera kröfu um það. Þannig að jafnvel þótt þú biðjir okkur um að eyðileggja gögnin þín, gætum við ekki gert það strax.

Þú, eða foreldri þitt eða forráðamaður, gætir ákveðið að loka reikningnum þínum á einhverjum tímapunkti. Þetta getur verið vegna þess að þú þarft þess ekki lengur, eða vegna þess að þú verður 18 ára og skiptir yfir í Revolut reikning fyrir fullorðna. Ef þú lokar reikningnum geymum við gögnin þín í allt að átta ár. Við gætum þurft að geyma þau enn lengur ef við þurfum að nota þau í dómsmáli þar sem aðili eða fyrirtæki fullyrðir að við höfum brotið lög en við teljum okkur ekki hafa gert það.

Hvað áttu að gera ef þú ert með einhverjar spurningar eða vilt vita meira

Hafðu samband!

Ef þú ert með einhverjar spurningar um gögnin þín skaltu send okkur tölvupóst á [email protected]. Foreldri þitt eða forráðamaður getur einnig haft samband við okkur varðandi reikninginn þinn.

Ef þú ert óánægð(ur) með hvernig við notum gögnin þín eða þú ert með erindi sem þú telur okkur ekki hafa svarað almennilega geturðu (eða foreldri þitt eða forráðamaður) haft samband við staðbundin gagnaverndaryfirvöld. Þú (eða foreldri þitt eða forráðamaður) getur einnig haft samband við Persónu- og gagnavernd ríkisins (SDPI) í Litháen í gegnum vefsíðuna á https://vdai.lrv.lt/en/. Staðbundin gagnaverndaryfirvöld hjá þér eða SDPI geta sagt okkur hvað við eigum að gera ef við gerum eitthvað rangt og þau geta tryggt að við pössum almennilega upp á gögnin þín.