Promotion terms

Kynning Revolut x Finnair, TAP Portugal og Turkish Airlines: RevPoints fyrir flugpunkta

Um hvað snýst þessi kynning?

Revolut gefur núverandi viðskiptavinum sínum kost á að innleysa RevPoints fyrir „flugpunkta“ (fríðindapunkta sem aflað er í gegnum vildarklúbb flugfélags) og fá 20% flugpunkta til viðbótar („bónusflugpunktar“ eða „tilboð“) hjá „gjaldgengum vildarklúbbi flugfélags“, vildarklúbbunum Finnair Plus, TAP Miles&Go eða Turkish Airlines Miles&Smiles („kynningin“). Ef þú innleysir t.d. 1000 RevPoints fyrir flugpunkta færðu alls 1200 flugpunkta hjá gjaldgengum vildarklúbbi flugfélags.

Þessi kynning er í boði fyrir viðskiptavini með Revolut-notandareikning sem hafa búsetu í Bretlandi og þeim lögsagnarumdæmum í Evrópu þar sem Revolut BUAB veitir viðskiptavinum sínum þjónustu, að undanskildu Póllandi (saman nefnd „gjaldgengir markaðir“) og stendur yfir frá kl. 00:00 UTC 3. mars 2025 til kl. 23:59 UTC 16. mars 2025 („kynningartímabilið“).

Í þessum skilmálum („kynningarskilmálarnir“) eru settar fram reglurnar sem gilda um þessa kynningu og þú þarft að fara að þessum kynningarskilmálum, persónulegu skilmálunum sem gilda að því er varðar Revolut-notandareikninginn þinn og skilmálum um RevPoints þegar þú tekur þátt í þessari kynningu.


Hvað þarf ég að gera til að taka þátt í þessari kynningu?

Til að geta tekið þátt í þessari kynningu verðurðu að:

  • búa á heimilisfangi á einum af gjaldgengu mörkuðunum;
  • vera meðlimur í gjaldgengum vildarklúbbi flugfélags;
  • vera með Revolut-notandareikning án takmarkana;
  • kjósa að vera með í RevPoints-vildarkerfinu (ef þú hefur ekki þegar gert það geturðu kynnt þér hvernig þú tekur þátt í RevPoints-vildarkerfinu hér) og vera með a.m.k. 1 RevPoints-punkt; og
  • innleysa RevPoints fyrir flugpunkta hjá gjaldgengum vildarklúbbi flugfélags á kynningartímabilinu.

Lágmarksinnlausn er 1 RevPoints-punktur og hámarksinnlausn er 999.999 RevPoints-punktar í hverri færslu. Bónusflugpunktarnir verða lagðir inn á reikninginn þinn hjá gjaldgengum vildarklúbbi flugfélags innan tveggja virkra daga eftir að innlausn RevPoints-punktanna er lokið.

Hafðu beint samband við gjaldgengan vildarklúbb flugfélags til að fá viðbótarupplýsingar um skilmála hans (sjá tenglana hér fyrir neðan), þar með taldar kröfur og/eða viðmiðunarmörk fyrir innlausn flugpunkta.


Hvaða aðrar lagalegar upplýsingar þarf ég að hafa?

  1. Allir flugpunktar og bónusflugpunktar sem þú hefur innleyst RevPoints fyrir á reikninginn þinn hjá gjaldgengum vildarklúbbi flugfélags falla undir skilmála viðkomandi vildarklúbbs. Gættu að gildistíma flugpunktanna þinna (ef við á). Ekki er hægt að afturkalla innlausn RevPoints. Skattar, opinber gjöld og önnur gjöld kunna að eiga við um alla innlausn og uppfærslur flugpunkta hjá gjaldgengum vildarklúbbi flugfélags, með fyrirvara um skilmála hans. Einstakar takmarkanir samkvæmt skilmálum gjaldgengs vildarklúbbs flugfélags kunna að gilda.
  2. Við gætum breytt, stöðvað tímabundið, framlengt eða lokið kynningunni fyrir lokadag kynningartímabilsins ef kynningin er misnotuð eða kann að hafa neikvæð áhrif á viðskiptavild eða orðspor Revolut. Við gætum gert þetta í hverju landi fyrir sig eða fyrir kynninguna í heild.
  3. Ef við þurfum að breyta, stöðva tímabundið eða ljúka kynningunni fyrir lok kynningartímabilsins tilkynnum við það á sama hátt og kynningin var tilkynnt og látum þig vita á sama hátt og við tilkynntum þessa kynningu. Breytingar á kynningarskilmálunum hafa ekki áhrif á réttindi þín ef þú hefur þegar tekið þátt í kynningunni.
  4. Revolut ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem verður ekki rakið til mistaka eða vítaverðs gáleysis, hvort sem það er beint eða óbeint, vegna atviks sem það hefur ekki stjórn á, og sem veldur því að við getum ekki haldið kynningunni áfram eins og til stóð. Hafðu samband við þjónustuver ef þú telur þig eiga rétt á tilteknum fríðindum í tengslum við kynninguna sem þú hefur ekki fengið vegna þess að kynningin var stöðvuð tímabundið eða henni lokið snemma.
  5. Ef þú lokar Revolut-notandareikningnum þínum eða reikningnum verður lokað tímabundið eða takmarkanir settar á hann áður en þú áttir að fá bónusflugpunktana eða á tímabilinu milli þess sem þú öðlaðist rétt á tilboðinu og þar til þú fékkst það kanntu að missa rétt þinn á því.
  6. Með því að taka þátt í þessari kynningu staðfestirðu að þú gerir þér grein fyrir að allur ávinningur sem þú færð sem hluta af þessari kynningu kann að falla undir tekjuskatt í landinu sem þú býrð í og/eða á því yfirráðasvæði þar sem þú ert skattskyld(ur). Það er á þína ábyrgð að greiða hvers kyns skatta sem falla til vegna viðtöku hvers kyns ávinnings. Revolut ber enga bótaábyrgð á neinum skattalegum skuldbindingum sem komið geta til vegna viðtöku hvers kyns ávinnings sem hluta af þessari kynningu.
  7. Revolut þarf að vinna úr persónuupplýsingunum þínum til að uppfylla skyldur okkar samkvæmt þessum kynningarskilmálum. Nánari upplýsingar um hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar er að finna í persónuverndaryfirlýsingu okkar fyrir viðskiptavini. Gjaldgengur vildarklúbbur flugfélags gæti einnig safnað persónuupplýsingum um þig í tengslum við þessa kynningu. Sjá persónuverndaryfirlýsingu gjaldgengs vildarklúbbs flugfélags til að fá frekari upplýsingar um hvernig hann meðhöndlar persónuupplýsingarnar þínar. Gjaldgengur vildarklúbbur flugfélags gæti einnig sent þér markaðsefni í samræmi við gildandi lög um gagnavernd og beina markaðssetningu á netinu. Ef þú vilt ekki fá markaðsefni frá gjaldgengum vildarklúbbi flugfélags verðurðu að breyta stillingunum þínum fyrir markaðsefni hjá gjaldgengum vildarklúbbi flugfélags þar sem þetta er utan verksviðs Revolut.
  8. Þessir kynningarskilmálar eru birtir á ensku og allar þýðingar eru til upplýsingar og einungis óopinberar þýðingar. Þátttakendur í kynningunni geta ekki leitt nein réttindi út af þýddu útgáfunni. Enska útgáfan af þessum kynningarskilmálum skal gilda og vera endanleg og bindandi. Nota skal ensku útgáfuna í öllum málaferlum. Ef lög kveða hins vegar á um að nota eigi staðartungumálið skal útgáfan á viðkomandi tungumáli hvers staðar gilda.
  9. Eftirfarandi einingar innan Revolut-samstæðunnar sem veita þér notandareikninginn þinn sjá um skipulag og framboð þessarar kynningar. Ef þú ert með kvörtun vegna þessarar kynningar geturðu sent hana beint til viðkomandi aðila. Upplýsingar um skráð heimilisföng allra eininga innan Revolut-samstæðunnar, og um viðkomandi lög og dómstóla sem hafa lögsögu til að skera úr um hugsanleg ágreiningsmál í tengslum við þessa kynningu, má finna hér fyrir neðan. Þú getur einnig borið fyrir þig lögboðnar reglur um neytendavernd og lög í landinu þar sem þú býrð.


Revolut hópur/útibú

Skráð heimilisfang

Lögin sem gilda um kynningarskilmálana

Dómstólar með lögsögu

Revolut Ltd

7 Westferry Circus, London, E14 4HD

Ensk lög

Dómstólar Englands og Wales.

Revolut Bank UAB

Konstitucijos ave. 21B, 08130, Vilnius, Litháen

Litháísk lög

Dómstólar í Litháen (eða fyrir dómstólum hvers aðildarríkis ESB þar sem þú hefur búsetu).

Revolut Bank UAB, með starfsemi í gegnum útibú sitt í Frakklandi

10 avenue Kléber, 75116 París, Frakklandi (SIREN 917 420 077)

Frönsk lög

Lögbærir dómstólar Frakklands.

Ef þú ert óánægður með hvernig við höfum tekið á kvörtun þinni geturðu vísað henni án endurgjalds til Médiateur de l‘Association française des Sociétés Financières (ASF).

Þú getur afturkallað þessa kynningu án endurgjalds og án þess að þurfa að gefa upp neina ástæðu innan fyrstu 14 daga frá þátttöku með því að láta okkur vita í gegnum Revolut appið eða með því að senda okkur tölvupóst á [email protected](afturköllunareyðublað) , að því tilskildu að kynningunni sé ekki enn lokið að fullu eða sé ekki lokið.

Revolut Bank UAB, með starfsemi á Írlandi í gegnum útibú sitt á Írlandi

2 Dublin Landings, North Dock, Dublin 1, Írlandi

Írsk lög

Lögbærir dómstólar á Írlandi.

Revolut Bank UAB, með starfsemi í gegnum útibú sitt í Belgíu

Silver Square, Sq. de Meeûs 35, 1000 Bruxelles, Belgíu

Belgísk lög

Lögbærir dómstólar í Belgíu.

Revolut Bank UAB, Sucursal en España

Með skattnúmer W0250845E, skráð í fyrirtækisskránni í Madrid í bindi 44863, blaði 1, hluta 8, síðu M-789831 og hjá Spánarbanka með númerið 1583. Heimilisfang er í Príncipe de Vergara 134, 4 planta, 28002, Madrid (Spáni).

Spænsk lög

Lögbær dómstóll á Spáni.

Revolut Bank UAB, með starfsemi í gegnum útibú sitt í Hollandi

Barbara Strozzilaan 201,1083 HN Amsterdam, Hollandi

Hollensk lög

Lögbærir dómstólar í Hollandi.

Revolut Bank UAB, Zweigniederlassung Deutschland

FORA Linden Palais, Unter den Linden 40, 10117 Berlín, Þýskalandi

Þýsk lög

Lögbærir dómstólar í Þýskalandi.

Revolut Bank UAB- Succursale Italiana

Via Dante 7, 20123 Mílanó, Ítalía

Ítölsk lög

Lögbærir dómstólar á Ítalíu.